Cannavaro orðinn landsliðsþjálfari Kína

Fabio Cannavaro er orðinn landsliðsþjálfari Kína.
Fabio Cannavaro er orðinn landsliðsþjálfari Kína. AFP

Fabio Cannavaro, fyrrverandi fyrirliði ítalska landsliðsins, tók í dag við þjálfun karlalandsliðs Kína. Hann tekur við af landa sínum Marcello Lippi. 

Cannavaro, sem varð heimsmeistari með Ítalíu árið 2006, þjálfar kínverska landsliðið meðfram því að stýra Guangzhou Evergrande í kínversku úrvalsdeildinni. 

Lippi hætti þjálfun landsliðsins eftir að Kína féll úr leik í átta liða úrslitum Asíubikarsins í janúar. Hann verður áfram við störf hjá kínverska knattspyrnusambandinu, sem ráðgjafi Cannavaro.

Fyrsti leikur Cannavaro með kínverska landsliðið er gegn Taílandi í Kínabikarnum þan 21. mars. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert