Liverpool datt í lukkupottinn

Bikarinn fallegi sem keppt er um í Meistaradeildinni.
Bikarinn fallegi sem keppt er um í Meistaradeildinni. AFP

Liverpool datt í lukkupottinn þegar dregið var til átta liða úrslitanna í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu og var fylgst með drættinum í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Liverpool dróst á móti Porto í átta liða úrslitunum en flest liðin sem eftir eru í keppninni vildu mæta portúgölsku meisturunum. Slái Liverpool lið Porto úr leik mætir það sigurvegaranum í viðureign Barcelona og Manchester United í undanúrslitunum.

Drátturinn varð þessi:

Ajax - Juventus
Liverpool - Porto
Tottenham - Manchester City
Barcelona - Manchester United

Fyrri leik­ir í átta liða úr­slit­un­um verða spilaðir 9. og 10. apríl og síðari leik­irn­ir 16. og 17. apríl.

Þá var einnig dregið til undanúrslitanna:

Tottenham/Man.City - Ajax/Juventus
Barcelona/Man.Utd - Liverpool/Porto

Fyrri leikirnir í undanúrslitunum verða spilaðir 30. apríl og 1. maí og seinni leikirnir viku síðar.

Dráttur í Meistaradeildinni opna loka
kl. 11:17 Textalýsing Barcelona/Man.Utd - Liverpool/Porto
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert