Ronaldo gefur kost á sér að nýju

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. AFP

Cristiano Ronaldo snýr aftur í portúgalska landsliðið eftir níu mánaða hlé en Fernando Santos landsliðsþjálfari Portúgala tilkynnti í dag 25 manna landsliðshóp fyrir leiki Portúgals gegn Úkraínu og Serbum í undankeppni EM.

Ronaldo lék síðast með Portúgölum á heimsmeistaramótinu í Rússlandi síðastliðið sumar en eftir að hann hafði vistaskipti frá Real Madrid til Juventus hefur hann verið í fríi frá landsliðinu og hefur ekki spilað með því í síðustu sex leikjum þess.

Ronaldo á 154 leiki að baki með portúgalska landsliðinu og hefur í þeim skorað 85 mörk.

mbl.is