VAR á HM kvenna í sumar

Dómarar á HM í Frakklandi fá að skoða myndbönd.
Dómarar á HM í Frakklandi fá að skoða myndbönd. AFP

Myndbandsdómgæsla verður notuð á HM kvenna í fótbolta í Frakklandi í sumar. FIFA tilkynnti þessa ákvörðun í dag. Tæknin hefur ekki verið notuð á HM kvenna áður, en hún var notuð á HM karla í Rússlandi síðasta sumar. 

Engin kvennadeild eða keppi í heiminum notar myndbandsdómgæslu, eða VAR, og verður tæknin því notuð í kvennaflokki í fyrsta skipti í Frakklandi. Aðaldómarar keppninnar verða 27 og aðstoðardómararnir 48. Þeir fóru allir í VAR-æfingabúðir í Katar í síðasta mánuði. 

HM fer fram í Frakklandi frá 7. júní til 7 júlí og taka 24 þjóðir þátt í mótinu. VAR hefur fengið sinn skerf af gagnrýni á síðustu mánuðum, en forráðamenn FIFA hafa miklar mætur á myndbandsdómgæslu. 

mbl.is