UEFA kærir Ronaldo

Cristiano Ronaldo fagnar einu marka sinna gegn Atletico Madríd.
Cristiano Ronaldo fagnar einu marka sinna gegn Atletico Madríd. AFP

Portúgalinn Cristiano Ronaldo virðist eiga refsingu yfir höfði sér vegna hegðunar sinnar í leik Juventus og Atlético Madríd í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á dögunum. 

Ronaldo skoraði þrennu í leiknum sem varð til þess að Juventus komst áfram í keppninni. Juve sigraði 3:0 en Atletico vann fyrri leikinn 2:0. Þá hafði hinn litríki knattspyrnustjóri Atletico, Diego Simeone, fagnað ógurlega með því að grípa um hreðjarnar. 

Ronaldo gerði einmitt slíkt hið sama í síðari leiknum og hefur líklega viljað svara í sömu mynt. Ronaldo lék lengi með Real Madríd og grunnt er á því góða á milli Real og Atletico. 

Simeone var kærður af UEFA fyrir athæfi sitt og var sektaður um 17 þúsund evrur fyrir uppátækið. Ronaldo hefur nú einnig verið kærður af UEFA og verður málið tekið fyrir 21. mars.  

mbl.is