Viðar Örn samdi við Hammarby

Viðar Örn Kjartansson
Viðar Örn Kjartansson mbl.is/Árni Sæberg

Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson er orðinn leikmaður Hammarby í Svíþjóð sem fær Viðar að láni frá rússneska liðinu Rostov. 

Hammarby tilkynnti um félagaskiptin í dag en eins og fram hefur komið á mbl.is þá var þetta orðin líkleg niðurstaða. 

Frumraun Viðars með Hammarby verður væntanlega í vináttuleik gegn Linköping sem fram fer síðar í dag. 

Sænska deild­in fer af stað í byrj­un apríl og er fyrsti leik­ur Hamm­ar­by gegn Elfs­borg á úti­velli þann 1. apríl. Hamm­ar­by hafnaði í fjórða sæti sænsku úr­vals­deild­ar­inn­ar á síðustu leiktíð.

Viðar fékk fá tækifæri í byrjunarliði Rostov en fyrr á ferlinum gekk honum vel að skora mörk fyrir erlend félög: Maccabi Tel Aviv, Jiangsu, Malmö og Vålerenga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert