Katalónía spilar í landsleikjaglugganum

Xavi, einn snjallasti leikmaður í sögu FC Barcelona, er sagður …
Xavi, einn snjallasti leikmaður í sögu FC Barcelona, er sagður ætla að spila fyrir Katalóníu á mánudag. AFP

Katalónía mun mæta Venesúela næsta mánudag þegar leikmenn geta fengið frí frá félagsliðum sínum til að keppa fyrir sín landslið. Hefur það ekki gerst áður að landslið Katalónía spili landsleiki þegar gert er hlé á deildakeppnum vegna landsleikja. 

Landsliðshópurinn verður kynntur á morgun en fyrrverandi leikmaður FC Barcelona og fv þjálfari varaliðs Barcelona,  Gerard López, mun velja hópinn og stýra liðinu. Ljóst er að sterkir Katalónar munu spila fyrir Spán í undankeppni EM í þessari landsleikjatörn og má þar nefna Jordi Alba og Sergi Roberto. 

Hins vegar telja fjölmiðlar í Katalóníu að bæði Gerard Pique og Xavi muni spila en það hefur ekki verið staðfest og skýrist á morgun eins og áður segir. 

Knattspyrnusamband Katalóníu telur það vera vissan áfanga að spila gegn sterku liði eins og Venesúela í landsleikjaglugganum. Katalónía hefur ekki spilað leik í tuttugu og sex mánuði en talið er að áhuginn á leiknum verði talsverður ekki síst vegna þeirra pólítísku hræringa sem átt hafa sér stað síðan þá í sjálfstæðisbaráttu Katalóna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert