Slegist um heimsmeistaramót kvenna

Brasilía er ein þeirra þjóða sem sækjast eftir HM kvenna …
Brasilía er ein þeirra þjóða sem sækjast eftir HM kvenna 2023. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hörð barátta er í aðsigi um að fá gestgjafahlutverkið á heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu árið 2023 en FIFA hefur staðfest að níu þjóðir sækist eftir því að fá að halda keppnina.

Síðasta föstudag rann út frestur til að tilkynna FIFA um áhuga á mótshaldinu og í gær fór FIFA yfir gögnin sem bárust. Nú hafa þjóðirnar frest til 16. apríl til að senda frá sér formlega umsókn með öllum fullnægjandi gögnum. Endanleg ákvörðun verður síðan tekin af framkvæmdastjórn FIFA 20. mars á næsta ári.

Allar þjóðirnar eru utan Evrópu en keppnin á þessu ári fer fram í Frakklandi.

Þetta eru Argentína, Ástralía, Bólivía, Brasilía, Kólumbía, Japan, Nýja-Sjáland og Suður-Afríka, og síðan hafa Suður-Kórea og Norður-Kórea óskað eftir því að fá að halda keppnina í sameiningu. Síðasta keppni, árið 2015, var haldin í Kanada.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert