Til í að halda áfram

Didier Deschamps á æfingu í gær.
Didier Deschamps á æfingu í gær. AFP

Didier Deschamps, landsliðsþjálfari heimsmeistara Frakka í knattspyrnu, segist vera tilbúinn að halda starfi sínu áfram fram til ársins 2022 en þá verður úrslitakeppni HM haldin í Katar.

Deschamps hefur stýrt franska landsliðinu frá árinu 2012 og undir hans stjórn urðu Frakkar heimsmeistarar í Rússlandi í fyrra, 20 árum eftir að hann hampaði HM-styttunni á heimavelli 1998 þá sem fyrirliði landsliðsins.

„Fyrir mig að halda áfram fram að næsta HM yrði vitaskuld eitthvað sem ég yrði ekki ósáttur með en við skulum sjá til,“ sagði Deschamps í gær en núgildandi samningur hans við franska knattspyrnusambandið rennur út í júní 2020.

Frakkar sækja Moldóvu heim í fyrsta leiknum sínum í undankeppni EM á föstudaginn og taka svo á móti Íslendingum á Stade de France á mánudaginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert