Giroud orðinn þriðji markahæsti

Olivier Giroud fagnar marki sínu í gær.
Olivier Giroud fagnar marki sínu í gær. AFP

Olivier Giroud er orðinn þriðji markahæsti leikmaður franska landsliðsins í knattspyrnu eftir að hann skoraði eitt marka Frakka í 4:1 sigrinum á Moldóvu í H-riðli undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu í Chisi­nau í gær­kvöld.

Giroud hefur nú skoraði 34 landsliðsmörk í 88 leikjum, rétt eins og David Trezeguet. Thierry Henry er markahæstur allra frá upphafi með 51 mark en næstur er Michel Platini sem skoraði 41 mark á sínum tíma.

Sigur Frakka í gær var þægilegur en næst fá þeir Íslendinga í heimsókn á Stade de France á mánudagskvöldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert