Óvíst með þátttöku Messi gegn United

Lionel Messi var svekktur eftir tapið í gær.
Lionel Messi var svekktur eftir tapið í gær. AFP

Lionel Messi dró sig úr landsliðshópi Argentínu eftir 1:3-tap fyrir Venesúela í vináttuleik í gær. Messi lék allan leikinn, en gat ekki komið í veg fyrir slæmt tap. Eftir leik kom í ljós að Messi var að glíma við meiðsli og fer hann því ekki með landsliðshópnum til Marokkó í annan vináttuleik. 

Messi er að glíma við meiðsli í nára og er óvíst hvort hann verði klár í næstu leiki Barcelona. Spænska liðið mætir Manchester United á útivelli í Meistaradeild Evrópu 10. apríl.

Luis Suárez er líka tæpur fyrir leikinn, þar sem hann meiddist í leiknum gegn Real Betis um síðustu helgi. Barcelona greindi frá því í yfirlýsingu á heimasíðu sinni í dag að Suárez yrði frá í allt að 15 daga, en leikurinn við United er eftir 18 daga. 

mbl.is