Albanar fóru að dæmi Íslendinga

Bekim Balaj, til hægri, skoraði fyrir Albaníu gegn Andorra í …
Bekim Balaj, til hægri, skoraði fyrir Albaníu gegn Andorra í kvöld. AFP

Albanía fetaði í fótspor Íslands og sigraði Andorra 3:0 á gervigrasvellinum Estadio Nacional í Andorra la Vella í undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu í kvöld.

Albanar gerðu þetta eftir nokkurn veginn sömu uppskrift og Íslendingar. Armando Sadiku skoraði á 21. mínútu og þeir Bekim Balaj og Amir Abrashi bættu við mörkum undir lokin. Fyrsta markið var reyndar afar ódýrt og kom eftir mikil mistök hjá Josep Gomes í marki Andorra.

Albanar, sem eru næstu mótherjar Íslands, 8. júní á Laugardalsvellinum, eru þá komnir með 3 stig en þeir töpuðu 0:2 fyrir Tyrkjum á heimavelli í fyrstu umferðinni á föstudagskvöldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert