Óskabyrjun Tyrkja í riðli Íslands

Cenk Tosun, hvítklæddur, skoraði tvívegis fyrir Tyrki í kvöld.
Cenk Tosun, hvítklæddur, skoraði tvívegis fyrir Tyrki í kvöld. AFP

Tyrkir fara vel af stað í H-riðli undankeppni EM karla í knattspyrnu, riðli Íslands, en þeir unnu stórsigur á Moldóvu, 4:0, í Eskisehir í kvöld og eru komnir með sex stig eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Þeir gerðu nánast út um leikinn um miðjan fyrri hálfleik þegar Hasan Ali Kaldrim og Cenk Tosun skoruðu tvö mörk á þriggja mínútna kafla.

Tosun, samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, skoraði sitt annað mark á 54. mínútu, eftir að félaga hans Burak Yilmaz mistókst að skora úr vítaspyrnu. Kaan Ayhan innsiglaði sigurinn með marki á 70. mínútu.

Tyrkir eru því með markatöluna 6:0 en þeir unnu Albana 2:0 á útivelli á föstudagskvöldið. Moldóva er án stiga og með markatöluna 1:8. Leikur Andorra og Albaníu hefst klukkan 19.45 í Andorra la Vella, á sama tíma og leikur Frakklands og Íslands á Stade de France.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert