Tíu af ellefu sem unnu HM

Antoine Griezmann og Oliver Giroud á æfingu franska landsliðsins á ...
Antoine Griezmann og Oliver Giroud á æfingu franska landsliðsins á Stade de France í gær. AFP

Byrjunarlið Frakklands í leiknum gegn Íslendingum í kvöld verður að mestu leyti eins og það sem vann Króatíu í úrslitaleik HM í Rússlandi síðasta sumar.

Valinn maður verður í hverju rúmi þrátt fyrir „minni háttar“ skakkaföll en Kingsley Coman, kantmaður Bayern München, varð að draga sig úr hópnum í gær vegna meiðsla. Áður höfðu Anthony Martial úr Manchester United og Lucas Digne, bakvörður Everton, hrokkið úr skaftinu.

Að sögn franskra fjölmiðlamanna sem Morgunblaðið ræddi við í París í gær má ætla að byrjunarlið Frakklands verði svona skipað:

Líklegt byrjunarlið: Lloris (Tottenham) – Pavard (Stuttgart), Varane (Real Madrid), Umtiti (Barcelona), Kurzawa (PSG) – Kanté (Chelsea), Pogba (Man. Utd) – Mbappé (PSG), Griezmann (Atl. Madrid), Matuidi (Juventus) – Giroud (Chelsea). Þetta er sigurliðið frá því á HM fyrir utan að Lucas Hernandez er meiddur og Layvin Kurzawa leysir hann af hólmi.

Hugsanlegt er að Samuel Umtiti, sem hefur ekki átt fast sæti í liði Barcelona í vetur, víki úr vörninni fyrir Presnel Kimpembe úr PSG, í ljósi þess hve stutt er frá sigri Frakka á Moldóvum, á föstudagskvöld.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »