Firmino og Jesus sáu um Tékka

Roberto Firmino skorar gegn Tékkum í kvöld.
Roberto Firmino skorar gegn Tékkum í kvöld. AFP

Leikmenn toppliðanna í ensku úrvalsdeildinni voru áberandi í 3:1-sigri Brasilíu á Tékklandi í vináttuleik í fótbolta í Prag í kvöld. Tékkar skoruðu eina mark fyrri hálfleiks, en Brasilíumenn svöruðu með þremur í seinni hálfleik. 

David Pavelka kom Tékkum yfir á 37. mínútu og voru Tékkar óvænt með 1:0-forystu í hálfleik. Roberto Firmino, framherji Liverpool, jafnaði hins vegar metin á 49. mínútu. 

Gabriel Jesus, leikmaður Manchester City, kom inn á sem varamaður á 72. mínútu og ellefu mínútum síðar kom hann Brasilíu yfir. Hann bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Brasilíu í uppbótartíma. 

mbl.is