Íslandsvinurinn skoraði í finnskum sigri

Henrikh Mkhitaryan sækir að Niko Hamalainen í dag.
Henrikh Mkhitaryan sækir að Niko Hamalainen í dag. AFP

Finnar nældu í sinn fyrsta sigur í undankeppni Evrópumóts karla í fótbolta í dag. Finnar unnu þá Armeníu á útivelli, 2:0. Fredirik Jensen kom Finnum yfir á 14. mínútu og Íslandsvinurinn Pyry Soiri gulltryggði sigurinn á 78. mínútu.

Soiri vann hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar með jöfnunarmarki sínu gegn Króatíu í undankeppni HM í Rússlandi. Markið þýddi að Íslandi nægði að vinna Kosóvó í lokaleik sínum til að tryggja sætið á HM, sem svo varð raunin. 

Finnar töpuðu fyrir Ítalíu í fyrsta leik sínum og eru þeir því með þrjú stig, eins og Bosnía, Grikkland og Ítalía, sem öll eiga leik til góða. Liechtenstein og Armenía eru án stiga í riðlinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert