UEFA kærir Svartfellinga fyrir kynþáttaníð

Stuðningsmenn Svartfjallalands í gær.
Stuðningsmenn Svartfjallalands í gær. AFP

Evrópska knattspyrnusambandið hefur kært Svartfellinga vegna hegðunar stuðningsmanna þeirra í 5:1-tapi fyrir Englandi á heimavelli sínum í undankeppni EM 2020 í gærkvöldi. 

Einhverjir stuðningsmenn gerðu apahljóð að hörundsdökkum leikmönnum enska landsliðsins og mátti heyra það augljóslega er Danny Rose, leikmaður Tottenham, fékk gult spjald í uppbótartíma. 

UEFA kærir Svartfellinga fyrir fimm brot. Stuðningsmenn voru með ólæti, kveiktu í flugeldum, köstuðu aðskotahlutum, voru með kynþáttaníð og stóðu í stigagöngum og komu í veg fyrir að aðrir stuðningsmenn kæmust leiðar sinnar. 

mbl.is