Tímabilið gæti verið búið hjá Kane

Tottenham hefur orðið fyrir miklu áfalli, en sterklega er reiknað með því að Harry Kane verði ekkert meira með á tímabilinu eftir meiðslin sem hann varð fyrir í sigrinum gegn Manchester City í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Kane meiddist þá á ökkla eftir samstuð við Fabian Delph og var hann fluttur beint af velli. Hann hefur þegar misst af um tveimur mánuðum af tímabilinu vegna meiðsla og sneri aftur fyrir nokkrum vikum.

„Við munum þurfa að skoða hann betur á morgun, en þetta virðist vera sami ökkli og svipuð meiðsli og síðast. Þetta er mjög leiðinlegt og svekkjandi. Við munum sakna hans – kannski það sem eftir lifir af tímabilinu. Við vonum samt að þetta sé ekki svo alvarlegt. Hann sneri sig í það minnsta og það er ekki hægt að sjá strax hvernig hann kemur til baka,“ sagði Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, eftir 1:0 sigurinn.

Harry Kane liggur eftir í kjölfar samstuðsins við Fabian Delph …
Harry Kane liggur eftir í kjölfar samstuðsins við Fabian Delph í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert