Endurkoma Dagnýjar í sigurleik

Dagný Brynjarsdóttir fagnar marki í leik með Portland.
Dagný Brynjarsdóttir fagnar marki í leik með Portland. Ljósmynd/Portland Thorns

Dagný Brynjarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu sneri aftur á völlinn með Portland Thorns í kvöld eftir fjarveru frá haustinu 2017, þegar lið hennar sótti Orlando Pride heim í fyrstu umferð bandarísku NWSL-atvinnudeildarinnar.

Portland vann leikinn 2:0 með mörkum frá bandarísku landsliðskonunum Caitlin Foord og Tobin Heath en mörkin komu í lok fyrri hálfleiks og upphafi þess síðari.

Dagný hóf leik á varamannabekknum en var skipt inn á á 72. mínútu og spilaði því í um það bil 20 mínútur. Hún vann bandaríska meistaratitilinn með liðinu haustið 2017 en var síðan í barneignafríi allt tímabilið 2018. Í vetur samdi Dagný síðan að nýju við Portland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert