Ribéry á leið til Katar

Franck Ribery.
Franck Ribery. AFP

Franski miðjumaðurinn Franck Ribéry, sem hefur spilað með þýska meistaraliðinu Bayern München frá árinu 2007, er sagður á leið til Katar.

Þýska fótboltablaðið Kicker greinir frá því að Ribéry sé að semja við lið Al-Sadd í Katar en Frakkinn, sem er 36 ára gamall, mun kveðja Bayern München í sumar.

Al-Sadd hafnaði í toppsætinu í úrvalsdeildinni í Katar en með liðinu leikur spænski miðjumaðurinn Xavi, fyrrverandi leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins.

Riberý hefur komið við sögu í 21 leik með Bayern München í þýsku 1. deildinni á leiktíðinni og hefur í þeim skorað fjögur mörk.

mbl.is