Titilvörnin fer illa af stað hjá Heimi

Heimir Guðjónsson fer illa af stað í Færeyjum.
Heimir Guðjónsson fer illa af stað í Færeyjum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heimir Guðjónsson og lærisveinar hans í HB hafa ekki byrjað titilvörnina vel í Færeyjum en eftir fimm umferðir hefur HB aðeins unnið einn leik.

HB gerði í gær 1:1 jafntefli við TB á útivelli og eru meistararnir í HB undir stjórn Heimis Guðjónssonar í 6. sæti af 12 liðum með sex stig eftir fimm leiki og eru sex stigum á eftir toppliðunum Skála og B36.

Strákarnir hans Guðjóns Þórðarsonar í liði NSÍ Runavik töpuðu fyrir KÍ 2:0 og er liðið í fimmta sæti deildarinnar með 7 stig.

mbl.is