Liverpool sannfærandi og mætir Barcelona

Sadio Mané fagnar marki sínu í kvöld.
Sadio Mané fagnar marki sínu í kvöld. AFP

Liverpool er komið áfram í undanúrslit Meistardeildar Evrópu eftir sannfærandi 4:1-útisigur á Porto í kvöld. Liverpool vann fyrri leikinn 2:0 og einvígið því samanlagt 6:1. 

Porto var sterkari aðilinn fyrstu mínúturnar og fékk fín færi til að skora fyrsta markið. Það gekk hins vegar illa að hitta á markið og þurfti Alisson í marki Liverpool ekki að taka á honum stóra sínum. 

Sadio Mané refsaði og kom Liverpool í 1:0 á 26. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Mo Salah skoraði annað mark Liverpool á 65. mínútu og kom enska liðinu í afar góða stöðu. 

Éder Militão lagaði stöðuna fyrir Porto tveimur mínútum síðar, en það dugði skammt, þar sem Roberto Firmino og Virgil van Dijk skoruðu sitt markið hvort á síðasta korterinu og gulltryggðu Liverpool sigurinn og undanúrslitaeinvígi við Barcelona. 

Porto 1:4 Liverpool opna loka
90. mín. Leik lokið Liverpool er komið áfram og mætir Barcelona í undanúrslitum.
mbl.is