Diego Costa neitar að æfa

Diego Costa lét illa í leiknum gegn Barcelona.
Diego Costa lét illa í leiknum gegn Barcelona. AFP

Framherjinn Diego Costa hefur neitað að æfa með Atlético Madríd eftir að félagið sektaði hann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leik gegn Barcelona á dögunum. Costa fékk átta leikja bann fyrir ógeðfeld ummæli við dómara leiksins í kjölfarið. 

Atlético sektaði framherjann fyrir vikið og neitar hann nú að æfa með liðinu. Hann verður ekkert meira með á leiktíðinni vegna leikbannsins. Ekki er víst hversu háa sekt Costa fékk frá Atlético. 

„Þetta var ömurleg hegðum sem hafði áhrif á orðspor félagsins," sagði Clemente Villaverde, stjórnarformaður Atlético. Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atlético tjáði sig um málið á vefsíðunni Goal.com.

„Costa er villidýr og afleiðingar gjörða hans hafa stundum áhrif á okkur. En ég dæmi ekki leikmenn fyrir eitt atvik. Það eru fleiri jákvæðir en neikvæðir hlutir við Costa," sagði Simeone. 

mbl.is