Liverpool heimsækir Barcelona 1. maí

Liverpool er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar, annað árið í röð.
Liverpool er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar, annað árið í röð. AFP

Liverpool mætir Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en þetta varð ljóst eftir 4:1-sigur Liverpool gegn Porto í Portúgal í gær. Liverpool vinnur viðureignina, samanlagt 6:1, en í hinu undaúrslitaeinvíginu mætast Tottenham og Ajax.

Fyrri leikir undanúrslitaeinvíganna áttu að fara fram dagana 30. apríl og 1. maí en UEFA staðfesti það í dag að þann 1. maí mun Liverpool sækja Barcelona heim á Nývang og Tottenham fær Ajax í heimsókn þann 30. apríl. 

Seinni leikur Liverpool og Barcelona fer fram á Anfield þann 7. maí en seinni leikur Tottenham og Ajax fer fram 8. maí á Amsterdam-Arena. 

mbl.is