Liverpool og Tottenham fá góðan bónus

Mauricio Pochettino og Tottenham fá góðan bónus fyrir að komast ...
Mauricio Pochettino og Tottenham fá góðan bónus fyrir að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar. AFP

Liverpool og Tottenham tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Liverpool lagði Porta að velli í átta liða úrslitum keppninnar og Tottenham sló Manchester City úr leik.

Liverpool mætir Barcelona í undanúrslitum keppninnar en leikir liðanna fara fram 1. maí í Barcelona og 7. maí í Liverpool. Tottenham mætir Ajax en fyrri leikur liðanna fer fram í London 30. apríl og síðari leikurinn 8. maí.

UEFA tilkynnti það í dag að félögin, sem komin eru áfram í undanúrslit keppninnar, fái 10,4 milljónir punda í sinn vasa fyrir árangurinn. Liverpool er í undanúrslitum keppninnar, annað árið í röð, en í fyrra fékk félagið 6,5 milljónir punda í sinn hlut fyrir að komast í undanúrslit.

mbl.is