Costa má fara ef hann vill

Lítið hefur gengið hjá Diego Costa á leiktíðinni.
Lítið hefur gengið hjá Diego Costa á leiktíðinni. AFP

Diego Costa, framherji Atlético Madríd, má yfirgefa herbúðir Atlético Madríd, óski hann eftir því. Costa fékk nýverið átta leikja bann fyrir ljót ummæli í garð dómara í leik liðsins gegn Barcelona. 

Í kjölfarið var hann sektaður af Atlético og það var framherjinn ekki sáttur við. Costa neitaði að æfa í kjölfarið, en Diego Simeone, knattspyrnustjóri liðsins sagði að Costa væri mættur aftur til æfinga. Hann má hins vegar fara eftir tímabilið ef hann vill. 

„Við leystum vandamálið og Diego æfði með okkur í dag. Við reiknum með að halda honum á næstu leiktíð, þótt hann hafi ekki átt sitt besta tímabil. Vilji hann fara hins vegar, stöndum við ekki í vegi fyrir það," sagði argentínski stjórinn á blaðamannafundi. 

Diego Costa er aðeins búinn að skora eitt deildarmark á leiktíðinni og fjögur í heild síðan hann kom frá Chelsea í janúar í fyrra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert