Mourinho skýtur á uppstillingu Solskjær

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

José Mourinho, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, segir að eftirmaður hans, Ole Gunnar Solskjær, hafi lagt seinni leikinn gegn Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta vitlaust upp.

Mourinho segir að Lionel Messi hafi fengið allt of mikið pláss í leiknum, sem Barcelona vann 3:0 á heimavelli. Barcelona vann einvígið samanlagt 4:0, eftir 1:0-sigur á Old Trafford í fyrri leiknum. 

Messi skoraði fyrstu tvö mörk Barcelona og réð United illa við hann. „Þeir réðu ágætlega við Messi í fyrri leiknum, en hann fékk allt of mikið pláss í seinni leiknum.

Það var ekki góð hugmynd að hafa Fred einan aftarlega á miðjunni. Messi fékk að gera það sem hann vildi og miðjunni var ekki stillt rétt upp,“ sagði Mourinho við Russia Today. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert