Áfall fyrir Alfreð og landsliðið

Alfreð Finnbogason verður frá næstu mánuðina eftir að hafa gengist …
Alfreð Finnbogason verður frá næstu mánuðina eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna meiðsla á kálfa. AFP

Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, verður frá næstu mánuðina eftir að hafa farið í aðgerð í gær á kálfa.  Það eru þýskir fjölmiðlar sem greina frá þessu en Alfreð hefur verið afar óheppinn með meiðsli, undanfarin tvö ár, og hefur hann misst úr stóran hluti af þessu keppnistímabili með Augsburg.

Alfreð hefur byrjað 17 af 30 leikjum Augsburg í þýsku 1. deildinni á leiktíðinni en hefur þrátt fyrir það skorað 10 mörk. Fjölmiðlar í Þýskalandi greina frá því að Alfreð verði frá í allt að fjóra mánuði sem þýðir að hann myndi missa af leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM gegn bæði Albaníu og Tyrklandi en þeir fara fram 8. og 11. júní.

Alfreð gekk til liðs við þýska félagið Augsburg árið 2016 og hefur skorað 30 mörk í 59 leikjum fyrir félagið en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Augsburg og hefur verið orðaður við brottför frá félaginu í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert