Rekinn eftir 6:0 tap

Markus Weinzierl var rekinn í kvöld.
Markus Weinzierl var rekinn í kvöld. AFP

Þýska knattspyrnuliðið Stuttgart rak í kvöld þjálfarann Markus Weinzierl úr starfi eftir 6:0 tap liðsins á móti Augsburg í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu í dag.

Weinzierl tók við þjálfun Stuttgart í október og hefur Stuttgart tapað 15 af 23 leikjum sínum undir hans stjórn.

Stuttgart er í þriðja neðsta sæti og er á leið í umspil um að halda sæti sínu í deildinni en tvö neðstu liðin falla úr deildinni. Stuttgart er þremur stigum á undan Nürnberg sem er í næst neðsta sæti deildarinnar.

mbl.is