Henry að taka við liði New York

Thierry Henry
Thierry Henry AFP

Gamla knattspyrnukempan Thierry Henry virðist vera að taka við liði New York Red Bulls í MLS-deildinni í Bandaríkjunum samkvæmt heimildum Sky Sports.

Henry var aðstoðarmaður Roberto Martinez hjá belgíska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í fyrra og gerðist svo aðalþjálfari í fyrsta sinn síðasta haust er hann tók við sínu gamla félagi í Mónakó. Sú endurkoma endaði þó með martröð er Mónakó rak hann í janúar eftir afleitt gengi.

Henry spilaði fyrir New York á árunum 2010 til 2014 og skoraði 52 mörk í 135 leikjum en þar áður átti hann glæstan feril í Evrópu með félögum á borð við Mónakó, Juventus, Arsenal og Barcelona.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert