Jón Dagur lagði upp mark

Jón Dagur Þorsteinsson hefur spilað vel með Vendsyssel í dönsku ...
Jón Dagur Þorsteinsson hefur spilað vel með Vendsyssel í dönsku úrvalsdeildinni í vetur. mbl.is/Hari

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði Vendsyssel þegar liðið sótti Hobro heim í 2. umspilsriðli dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Jón Dagur átti góðan leik og lagði upp annað mark Vendsyssel fyrir Benjamin Källman í 3:2-tapi en Jóni Degi var skipt af velli á 84. mínútu.

Jón Dagur er á láni hjá danska félaginu frá enska úrvalsdeildarfélaginu Fulham en lánssamningur hans er út leiktíðina. Vendsyssel er í þriðja sæti 2. umspilsriðiilsins með 28 stig, 13 stigum minna en AaB sem er í öðru sætinu, og eru Jón Dagur og félagar því á leið í umspil um úrvalsdeildarsæti.

mbl.is