Albert tryggði AZ sigurinn

Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Albert Guðmundsson var hetja AZ Alkmaar í kvöld þegar liðið sigraði Heracles, 2:1, í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Albert lék allan leikinn með AZ og skoraði sigurmarkið á 66. mínútu. Calvin Stengs hafði komið AZ yfir snemma leiks en Brandley Kuwas jafnaði fyrir Heracles rétt  fyrir hlé.

Albert hefur þar með skorað þrjú mörk í síðustu þremur leikjum AZ en hann nýtti vel tækifæri sem hann fékk á dögunum eftir langa bekkjarsetu.

AZ  gulltryggði sér  fjórða sætið í deildinni með sigrinum en liðið er nú sjö stigum á undan Heracles sem er í fimmta sætinu þegar tveimur umferðum er ólokið.

Ajax og PSV eru með 77 stig í tveimur efstu sætunum og slást um meistaratitilinn og Feyenoord er með 59 stig í þriðja sætinu. AZ  getur því enn náð þriðja sætinu af Feyenoord og gulltryggt sér þriðja sætið.

Liðin í fjórða til sjöunda sæti  fara í umspil um Evrópusæti og allt bendir til þess að AZ þurfi að fara í þá keppni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert