Ajax sló nýtt met

Dusan Tadic er búinn að skora 34 mörk á leiktíðinni …
Dusan Tadic er búinn að skora 34 mörk á leiktíðinni fyrir Ajax. AFP

Ajax setti nýtt hollenskt met með 4:2 sigri liðsins gegn Vitesse í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld.

Ajax hefur þar með skorað 160 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni og bætti 38 ára gamalt met AZ Alkmaar sem skoraði 158 mörk á leiktíðinni 1980-81. Ajax mun halda áfram að bæta metið því liðið á eftir að spila fjóra leiki í deildinni, bikarúrslitaleikinn og er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar þar sem það mætir Tottenham.

Þrír leikmenn Ajax hafa skorað 20 mörk eða meira á tímabilinu. Dusan Tadic 34 mörk í 51 leik, Klaas-Jan Huntelaar 20 mörk í 39 leikjum og Hakim Ziyech 20 mörk í 44 leikjum.

Ajax er i toppsæti deildarinnar, er með þriggja stiga forskot á PSV, sem á leik til góða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert