Fyrsta konan til að dæma í frönsku 1. deildinni

Stephanie Frappart.
Stephanie Frappart. AFP

Stephanie Frappart verður á sunnudaginn fyrsta konan til að dæma leik í frönsku 1. deildinni í karlaflokki.

Frappart mun dæma viðureign Amiens og Strasbourg en hún dæmir á sínu öðru heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu í Frakklandi í sumar.

Hin þýska Bibiana Steinhaus hefur dæmt leiki í þýsku Bundesligunni frá árinu 2017 en engin kona hefur dæmt leiki í efstu deild á Englandi, Spáni, Ítalíu né Frakklandi.

Frappart, sem er 35 ára gömul, var fyrsta konan til að dæma í frönsku B-deildinni árið 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert