Fáum ekki leikmenn til að gera fólk spennt

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á ekki von á því að félagið fái Lorenzo Insigne, leikmann Napoli, til liðs við sig í sumar. Enskir miðlar greindu frá því að Liverpool væri á höttunum á eftir Insigne. 

„Við munum ekki fá Insigne til okkar. Hann er mjög góður leikmaður en hann er á löngum samningi hjá Napoli. Við ætlum ekki einu sinni að reyna,“ sagði Klopp, sem á von á rólegum félagsskiptaglugga hjá Liverpool í sumar. 

„Það er erfitt að bæta lið sem er orðið mjög gott. Við fáum ekki leikmenn til að gera fólk spennt, við fáum leikmenn til að gera liðið okkar betra. Að æfa er besta leiðin til að verða betri og ef þú verður að fá nýjan leikmann, þá færðu þér nýjan leikmann. Við verðum með augun opin en þetta verður rólegt í sumar,“ sagði Klopp.

mbl.is