Rúrik lagði upp mikilvægt sigurmark

Rúrik Gíslason
Rúrik Gíslason Ljósmynd/svs1916.de

Rúrik Gíslason lagði upp sigurmark Sandhausen í 3:2-sigri á Kiel í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag. Sigurinn var ansi mikilvægur en hann lyftir Sandhausen frá fallbaráttunni þegar stutt er eftir af mótinu.

Rúrik var í byrjunarliði heimamanna í Sandhausen sem lentu undir strax á 6. mínútu. Þeir sneru þó taflinu við og tóku forystuna áður en gestirnir jöfnuðu muninn rétt fyrir hálfleik. Snemma í síðari hálfleik lagði Rúrik svo upp sigurmarkið á Aleksandr Zhirov áður en hann var tekinn af velli á 72. mínútu.

Sandhausen er nú fjórum stigum frá fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert