Andrea kvaddi með algjörum stórleik

Andrea Mist Pálsdóttir er hér í fremri röð, fjórða frá …
Andrea Mist Pálsdóttir er hér í fremri röð, fjórða frá vinstri, eftir kveðjuleikinn í dag. Ljósmynd/@ffc.vorderland

Andrea Mist Pálsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, átti risastóran þátt í að tryggja liði sínu Vorderland 5:2-sigur í mikilvægum leik við Union Kleinmünchen í austurrísku úrvalsdeildinni í dag.

Andrea gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum. Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Vorderland því liðið komst þar með upp fyrir Union Kleinmünchen og Bergheim, og er í 7. sæti með 12 stig. Südburgenland er í neðsta sæti með 8 stig en aðeins neðsta liðið fellur.

Þetta var síðasti leikur Andreu fyrir Vorderland en hún heldur brátt heimleiðis til Akureyrar eftir að hafa verið að láni hjá austurríska félaginu frá Þór/KA frá því í janúar. Andrea mun hins vegar ekki klára tímabilið með Þór/KA því hún fer til Bandaríkjanna í ágúst þar sem hún fer í nám hjá Arizona State háskólanum og mun spila fyrir lið skólans í NCAA deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert