Sverrir tvöfaldur meistari í Grikklandi

Sverrir Ingi er grískur bikarmeistari.
Sverrir Ingi er grískur bikarmeistari. Ljósmynd/PAOK

Sverrir Ingi Ingason og samherjar hans í PAOK tryggðu sér í dag gríska bikarmeistaratitilinn í fótbolta með 1:0-sigri á AEK í úrslitaleik. 

Liðið tryggði sér gríska meistaratitilinn á dögunum og er því tvöfaldur grískur meistari. Chuba Akporn, fyrrverandi leikmaður Arsenal, skoraði sigurmarkið í uppbótartíma fyrri hálfleiks. 

Sverrir, sem fram að leiknum í dag hafði byrjað alla bikarleiki síðan hann kom til PAOK frá Rostov í Rússlandi, var á varamannabekknum fram í uppbótartíma. Þá kom hann inn á og hjálpaði PAOK að sigla sigrinum í höfn. 

mbl.is