Elías er heitur - Ajax meistari

Elías Már Ómarsson fagnar marki með Exelsior.
Elías Már Ómarsson fagnar marki með Exelsior. Ljósmynd/Excelsior

Elías Már Ómarsson er heitur þessa dagana með liði Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Elías Már skoraði þrennu um síðustu helgi og í kvöld skoraði hann eitt mark í 4:2 sigri gegn AZ Alkmaar í lokaumferð deildarinnar.

Elías skoraði fjórða markið á 66. mínútu og hann var tekinn útaf á 83. mínútu leiksins. Alberg Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar en var skipt af velli á 64. mínútu.

Elías og félagar enduðu í 16. sæti og þurfa að fara í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. AZ Alkmaar lenti í 4. sæti og fer í umspil um sæti í Evrópudeildinni.

Ajax tryggði sér hollenska meistaratitilinn í 34. sinn með 4:1 útisigri gegn Grasfschap. Dusan Tadric skoraði tvö af mörkum Ajax sem endaði með 86 stig en PSV 83.

mbl.is