Enginn bikarúrslit hjá Ragnari og Birni

Ragnar Sigurðsson lék allan tímann með Rostov.
Ragnar Sigurðsson lék allan tímann með Rostov. Eggert Jóhannesson

Íslendingaliðið Rostov náði ekki að komast í bikarúrslitaleikinn í Rússlandi en liðið tapaði fyrir Lokomotiv Moskva 2:0 á heimavelli í síðari viðureign liðanna í undanúrslitunum í kvöld.

Liðin skildu jöfn í fyrri leiknum 2:2 og Lokomotiv Moskva vann því einvígið 4:2. Ragnar Sigurðsson lék allan tímann í vörn Rostov en Björn Bergmann Sigurðarson sat allan tímann á bekknum.

mbl.is