Hólmbert og Aron á skotskónum

Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði tvö af mörkum Aalesund.
Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði tvö af mörkum Aalesund. Ljósmynd/Aalesund

Hólmbert Aron Friðjónsson var á skotskónum með liði Aalesund í norsku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Hólmbert skoraði tvö af mörkum sinna manna þegar þeir höfðu betur gegn Tromsdalen 5:0 en hann lék allan tímann sem og þeir Daníel Leó Grétarsson og Aron Elís Þrándarson. Aalesund er í toppsæti deildarinnar en liðið hefur unnið sjö af átta leikjum sínum og gert eitt jafntefli.

Aron Sigurðarson skorað tvö marka Start í 3:2 sigri gegn Jerv. Aron lék allan tímann en Kristján Flóki Finnbogason sat á bekknum allan tímann. Aron skoraði sigurmark leiksins á 88. mínútu leiksins.

mbl.is