Ragnar og félagar unnu meistarana

Ragnar Sigurðsson í leik með Rostov.
Ragnar Sigurðsson í leik með Rostov. Ljósmynd/CSKA Moskva

Íslendingaliðið Rostov vann 1:0 sigur gegn meisturunum í Zenit Petersburg í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Ragnar Sigurðsson lék allan tímann í vörn Rostov en Björn Bergmann Sigurðarson var ónotaður varamaður.

Zenit Petersburg er fyrir nokkru síðan búið að tryggja sér sigurinn en þegar einni umferð er ólokið er liðið með átta stiga forskot á Lokomotiv Moskva. Rostov er í sjöunda sæti deildarinnar.

Jón Guðni Fjóluson lék síðasta stundarfjórðunginn með Krasnodar í 3:0 útisigri liðsins á móti Arsenal Tula. Krasnodar er í 3. sæti með jafnmörg stig og Lokomotiv Moskva en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í Meistaradeildinni. Liðið í þriðja sæti fer í umspil.

mbl.is