Rekinn eftir sigur gegn Real Madrid

Zinedine Zidane þjálari Real Madrid ræðir við Quique Setien fyrir …
Zinedine Zidane þjálari Real Madrid ræðir við Quique Setien fyrir leikinn í dag. AFP

Quique Setien þjálfari Real Betis fékk þau skilaboð frá forráðamönnum félagsins stuttu eftir sigurinn gegn Real Madrid í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í dag að hann hafi verið rekinn frá störfum.

Real Betis hafnaði í 10. sæti í deildinni undir stjórn Setien, sem hefur þjálfað liðið undanfarin tvö ár. Á þessu tímabili gerði Setien eitthvað sem engum þjálfara hefur tekist að gera áður, það er vinna útleiki gegn Barcelona og Real Madrid á sama tímabili.

mbl.is