Kjartan vill halda áfram þrátt fyrir fallið

Kjartan Henry Finnbogason í leik með íslenska landsliðinu.
Kjartan Henry Finnbogason í leik með íslenska landsliðinu. AFP

Kjartan Henry Finnbogason og félagar hans í Vejle féllu úr dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær þegar þeir töpuðu fyrir Hobro í seinni leik liðanna í um­spili um laust sæti í deildinni.

Kjartan Henry á hálft ár eftir af samningi sínum við Vejle og hann vill vera áfram hjá félaginu þrátt fyrir fall liðsins úr úrvalsdeildinni.

„Ég hef fengið frábærar móttökur hjá félaginu og stuðningsmönnunum og ég vil vera hér áfram en það er ekki undir mér einum komið,“ segir Kjartan Henry í viðtali við danska blaðið Vejle Amts Folkeblad.

Kjartan Henry, sem er 32 ára gamall, gekk í raðir Vejle í janúar frá ungverska liðinu Ferencváros og samdi til eins ár. Hann lék 13 leiki með Vejle og skoraði í þeim fimm mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert