Fær Ronaldo að ráða?

Cristiano Ronaldo ásamt unnustu sinni, Georgina, eftir að Juventus tók …
Cristiano Ronaldo ásamt unnustu sinni, Georgina, eftir að Juventus tók á móti bikarnum fyrir sigurinn í ítölsku A-deildinni. AFP

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Cristiano Ronaldo vilji að Juventus ráði José Mourinho sem næsta þjálfara liðsins en Massimiliano Allegri lætur af störfum hjá ítalska meistaraliðinu í sumar.

Ronaldo lék undir stjórn Mourinho hjá Real Madrid en Mourinho var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá Manchester United í desember og hefur sagt að hann ætli sér að komast aftur í þjálfun í sumar.

Mourinho gerði góða hluti með lið Inter á Ítalíu en undir hans stjórn vann liðið þrefalt árið 2010, Inter vann þá ítölsku A-deildina, ítölsku bikarkeppnina og Meistaradeildina.

mbl.is