Dortmund stendur í stórræðum

Julian Brandt, til vinstri, í leik með Leverkusen.
Julian Brandt, til vinstri, í leik með Leverkusen. AFP

Þýska knattspyrnuliðið Borussia Dortmund heldur áfram að styrkja sig. Í morgun samdi liðið við belgíska landsliðsmanninn Thorgen Hazard og í dag gekk félagið frá samningi við þýska landsliðsmanninn Julian Brandt.

Brandt er 23 ára gamall kantmaður sem kemur til Dortmund frá þýska liðinu Bayer Leverkusen frá árinu 2014. Hann hefur spilað 23 leiki með þýska A-landsliðinu og hefur í þeim skorað tvö mörk.

Brandt samdi við Dortmund til fimm ára. Mörg félög í Evrópu hafa verið á höttunum eftir honum en hann skoraði 7 mörk og gaf 14 stoðsendingar á nýafstöðnu tímabili í þýsku 1. deildinni.

mbl.is