Eiginkona Casillas greindist með krabbamein

Iker Casillas ásamt eiginkonu sinni, Söru Carbonero, þegar hann var …
Iker Casillas ásamt eiginkonu sinni, Söru Carbonero, þegar hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í síðasta mánuði. AFP

Iker Casillas, markvörður portúgalska liðsins Porto og fyrrverandi markvörður spænska landsliðsins og Real Madrid, var hætt kominn í síðasta mánuði þegar hann fékk hjartaáfall á æfingu Porto og gekkst í kjölfarið undir aðgerð.

Casillas er allur að braggast en í dag bárust þær fréttir að eiginkona Casillas, Sara Carbonero, hafi gengist undir aðgerð vegna krabbameins en fjarlægt var illkynja æxli úr eggjastokkum hennar.

„Við höfum ekki enn náð okkur eftir áfallið en lífið hefur komið okkur aftur á óvart,“ segir Carbonero á instagram-síðu sinni. „Í þetta snýr þetta að mér, þetta sex stafa orð sem mér finnst ennþá erfitt að skrifa. Við skoðun fyrir nokkrum dögum fundu læknar illkynja æxli í eggjastokkunum og ég hef þegar farið í aðgerð. Allt gekk mjög vel en nú tekur við nokkurra mánaða barátta,“ skrifar Carbonero.

 

mbl.is