Hazard samdi við Dortmund til fimm ára

Thorgan Hazard.
Thorgan Hazard. AFP

Belgíski landsliðsmaðurinn Thorgan Hazard, yngri bróðir Eden Hazards, leikmanns Chelsea, er genginn í raðir þýska liðsins Borussia Dortmund en hann hefur spilað með Borussia Mönchengladbach frá árinu 2014.

Thorgan Hazard skrifaði undir fimm ára samning við Dortmund, sem endaði í öðru sæti þýsku 1. deildarinnar á nýafstöðnu tímabili.

Hann er 26 ára gamall miðjumaður sem á 21 leik að baki með belgíska landsliðinu og hefur í þeim skorað 3 mörk.

mbl.is