Atlético Madrid að tætast í sundur

Juanfran er á förum frá Atlético Madrid.
Juanfran er á förum frá Atlético Madrid. AFP

Spænska knattspyrnuliðið Atlético Madrid er hægt og bítandi að tætast í sundur en enn einn leikmaðurinn er nú á förum frá félaginu.

Varnarmarmaðurinn reyndi Juanfran hefur ákveðið að yfirgefa Madridarliðið í sumar en hann hefur leikið stórt hlutverk með liðinu frá árinu 2011.

Juanfran er fjórði leikmaðurinn sem Atlético Madrid er að missa en áður höfðu Diego Godin, Lucas Hernández og Antoine Griezmann greint frá því að þeir séu á förum.

mbl.is