Rúnar Alex komst í umspil

Rúnar Alex Rúnarsson er aðalmarkvörður Dijon.
Rúnar Alex Rúnarsson er aðalmarkvörður Dijon. AFP

Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Dijon í kvöld þegar liðið vann lífsnauðsynlegan 2:1-sigur á Toulouse í lokaumferð frönsku 1. deildarinnar í knattspyrnu.

Toulouse komst yfir í fyrri hálfleik en Dijon tryggði sér sigur með tveimur mörkum á fjögurra mínútna kafla um miðjan seinni hálfleik.

Á sama tíma tapaði Caen 1:0 á heimavelli fyrir Bordeaux. Þar með færðist Caen niður í 19. sæti og féll ásamt Guingamp, en Dijon komst einu stigi upp fyrir Caen og endaði í 18. sæti.

Dijon fer því í umspil við lið úr 2. deild um sæti í 1. deildinni á næstu leiktíð. Andstæðingurinn í umspilinu verður lið Lens sem varð í 5. sæti í 2. deild en sló út lið Paris FC og Troyes á leið sinni í úrslitarimmuna við Dijon.

Rúnar Alex Rúnarsson verður í íslenska landsliðshópnum sem mætir Albaníu …
Rúnar Alex Rúnarsson verður í íslenska landsliðshópnum sem mætir Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM í júní. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert